Wednesday, April 11, 2007

Næsta vers

Páskafríið var bara gott þótt ég hafi ekki farið neina Þórbergsferð með tilheyrandi gjörningum og ölæði. Ég náði a.m.k. að gera eitthvað af því sem ég hefði átt að vera búinn að gera fyrir löngu ef ekki væri fyrir þessa sífelldu truflun sem kallast kennsla. En því fer nú brátt að ljúka og þá er hægt að fara að einbeita sér að öllum greinunum og fyrirlestrunum sem maður á eftir að semja og öllum rannsóknarverkefnunum sem eru að fara í gang. Samt er það nú þannig að þegar nemendur eru horfnir úr Árnagarði, að þá er eins og kyrrð dauðans færist fyrir staðinn. Maður hefur þá ómældan tíma til að stunda rannsóknir en sú inspírasjón sem fæst af umhverfinu er algerlega horfin. Að vísu verður nokkur hópur íslenskunema hér á sveimi í allt sumar í tengslum við ýmis rannsóknarverkefni í málfræði en þessir prúðu fyrirmyndarnemar koma nú ekki alveg í staðinn fyrir það ólgandi mannhaf sem oft mætir manni þegar kennslan er í fullum gangi.

3 comments:

Anonymous said...

Velkominn í bloggheima Jóhannes Gísli :)

Jóhannes said...

Já, takk fyrir það. Er ekki allt gott að frétta af þér?

Anonymous said...

Jú, allt í gúddí :)