Nú eru íslenskunemar í óða önn að skrá sig í námskeið næsta vetrar. Ég veit ekki hvað kemur út úr því en einhvern veginn grunar mig að menn muni fyrst og fremst velja "spennandi" námskeið. Ég hef reyndar aldrei skilið hvaða mælistika er notuð í svona vali því fyrir mér eru ekki til nein viðfangsefni sem eru spennandi eða óspennandi í sjálfu sér. Viðfangsefni eru spennandi ef þau eru sett í sæmilega stórt fræðilegt samhengi en annars eru þau einfaldlega óspennandi.
Ég er líka nógu gamall (eða ætti ég að segja "reynslumikill"?) til að vita að spennandi námskeið eru ekkert endilega lærdómsrík og lærdómsrík námskeið eru ekkert endilega spennandi. Og þegar ég lít til baka, þá get ég sannarlega sagt að ég hafi lært mikið af kennurum sem voru inspírerandi og skemmtilegir en líklega hef ég þó lært enn þá meira af þeim sem voru kröfuharðir og leiðinlegir. Ég læt svo aðra um að dæma um það hvorum hópnum ég tilheyri sem kennari.
Monday, March 26, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Ég er sammála og myndi setja þig í fyrri flokk kennara. Annars þarf ekki að vera að maður læri betur ef kennarinn er strangur og leiðinlegur. Þá mætir maður e.t.v. síður í tíma ef maður er latur.
Það er allavega gaman að mæta í tíma hjá þér þó svo ég sé alls ekki nógu dugleg að mæta.
En fallega sagt hjá mér :D
Tilgangurinn er samt ekki að vera næs heldur hreinskilin.
Blabla..
Já, takk fyrir það. En ef þú hefur verið löt að mæta, þá verður þú bara að vera dugleg að lesa fyrir prófið.
Post a Comment