Saturday, March 10, 2007
Skuldadagar
Það hlaut að koma að því að mér hefndist fyrir þann ósið að lesa bloggsíður nemenda. Nú hafa mínir ástkæru nemendur stofnað bloggsíðu fyrir mig og því fylgir náttúrulega sú kvöð að ég þarf að blogga reglulega um mitt háskalega líf sem háskólakennari. Reyndar hef ég ekki lent í neinum háska síðan mér var tilkynnt um þessa bloggsíðu á árshátíð Mímis í gær, ef frá eru talin nokkur rifrildi við bókmenntasinnaða Mímisliða. En það er auðvitað háski sem allir málfræðingar þurfa að búa við, eða eins og stundum er sagt: If you can't take the heat, stay out of the kitchen. Ég reyni að þýða þetta yfir á ástkæra ylhýra við tækifæri.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
7 comments:
jú sed it man!
Velkominn í Bloggheima.
Þú ert slappur bloggari, Jóhannes. Reyndu að bæta ráð þitt!
Reyndu bara að gera betur Eiríkur með því að blogga sjálfur!
Þetta hljómar eins og áskorun Eiríkur...
Eiríkur, afroddun.blogspot.com er laust ef þú tekur þessari áskorun.
vá, velkomminn
Post a Comment